Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   fös 26. apríl 2024 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Aron Elí Sævarsson.
Aron Elí Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, ótrúlegur náungi.
Birkir Már Sævarsson, ótrúlegur náungi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara mjög skemmtilegt," segir Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, um þá tilhugsun að mæta Val í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Aron Elí fór upp á svið á Laugardalsvelli í dag og dró þar Valsmenn, sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum í sumar. Þetta verður verðugt verkefni fyrir Aftureldingu en ekki síður skemmtilegt.

Það er sérstaklega spennandi fyrir Aron þar sem hann er uppalinn í Val og bróðir hans, Birkir Már Sævarsson, leikur með Hlíðarendafélaginu. Þeir fá núna að mætast í alvöru leik áður en Birkir setur skóna upp á hillu.

„Þetta er líklega síðasta tímabilið hjá brósa. Fyrst ég gat ekki verið með honum, þá er gott að mæta honum."

„Það er eitthvað sem ég er mjög spenntur fyrir, að mæta honum í alvöru leik. Ég held að mamma hafi sett inn á X-ið í gær að við værum báðir komnir áfram og að hún væri mjög spennt fyrir drættinum í dag. Ég held að öll fjölskyldan sé að fara að mæta á þennan leik, það er bókað mál."

Með hvoru liðinu er mamma þeirra bræðra að fara að halda með í þessum leik?

„Það er miklu meiri Valsari í þeim. Þó þau séu líklega ekki að fara að viðurkenna það þá halda þau væntanlega aðeins meira með Val," sagði Aron.

Klárir að hefna fyrir síðasta ár
Fótboltasumarið er farið af stað en það styttist í það að Lengjudeildin fari að rúlla. Aftureldingu er spáð góðu gengi í sumar og er stefnan hjá liðinu eflaust að fara upp.

„Við erum mjög klárir að hefna fyrir síðasta ár," segir Aron en Aftureldingu var hársbreidd frá því að fara upp í fyrra.

„Við ætlum að sýna að við séum orðnir enn betri. Við getum ekki beðið eftir því að spila fyrsta leikinn á móti Gróttu. Það hefur gengið mjög vel í vetur. Það hafa orðið einhverjar breytingar á hópnum en sami kjarni er til staðar. Við erum að spila vel og leikirnir eru áfram skemmtilegir hjá okkur," segir Aron en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner