Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 26. apríl 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe ánægður með klásúluna
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann tjáði sig þar um riftunarákvæðið sem er í samningi Bruno Guimaraes.

Frá því var greint í morgun að félög geta fengið brasilíska miðjumanninn frá Newcastle fyrir 100 milljónir punda. Það ákvæði gildir út júní.

„Að hafa þetta ákvæði var gott plan og vel upp sett hjá félaginu, á þá leið að það er lokadagsetning. Við viljum ekki endalausar vangaveltur og sögur, það er hvorki hollt fyrir félagið né leikmanninn," sagði Howe.

Bruno er 25 ára miðjumaður sem hefur verið frábær fyrir Newcastle frá komu sinni frá Lyon árið 2022. Hann er landsliðsmaður og hefur verið lykilmaður í liði Newcastle sem hefur gert góða hluti síðustu tímabil.

„Það þarf ekkert að taka það fram að við viljum halda honum, ég vil byggja upp liðið okkar í kringum hann. Hann hefur verið góður fyrir okkur og virðist vera mjög ánægður hér. Við sjáum til hvað gerist," sagði Howe.
Athugasemdir
banner
banner