Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margir orðaðir við Man Utd - Bruno með riftunarverð í einn mánuð
Powerade
Michael Olise.
Michael Olise.
Mynd: Getty Images
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Bruno Guimaraes.
Bruno Guimaraes.
Mynd: EPA
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: EPA
Gleðilegan föstudag og gleðilegt sumar kæru lesendur. Fáið ykkur kaffibolla, setjist út í sólina og rennið yfir slúðrið. Hér er það helsta sem rætt er um í dag:

Michael Olise (22), kantmaður Crystal Palace, er opinn fyrir þeirri hugmynd að ganga í raðir Manchester United í sumar. (90min)

Man Utd hefur trú á því að 60-70 milljónir punda munu duga til að kaupa varnarmanninn Jarrad Branthwaite (21) ef það verður gert fyrir 30. júní því þá getur Everton notað upphæðina í reikninga sína fyrir 2023/24 tímabilið og þannig forðast frekari stigafrádrátt. (Football Insider)

Arsenal og Manchester City hafa verið látin vita að Newcastle muni hlusta á tilboð sem eru hærri en 80 milljónir punda í miðjumanninn Bruno Guimaraes (26) í sumar. (90min)

Guimaraes er með riftunarverð í samningi sínum upp á 100 milljónir punda sem verður virkt í einn mánuð í sumar, frá seint í maí til seint í júní. (Fabrizio Romano)

Manchester United er að skoða það að fá vinstri bakvörðinn Miguel Gutierrez (22) frá Girona en félagið mun fá samkeppni frá Arsenal og West Ham um hann. (GiveMeSport)

Arsenal er að skoða marga miðjumenn þar sem það gæti reynt flókið að kaupa Martin Zubimendi (25) frá Real Sociedad. (Standard)

Zubimendi hefur sjálfur talað um að sögur sem bendla hann við stærri félög séu ekkert nema sögusagnir og kveðst hann ánægður hjá Sociedad. (Marca)

Staða Mauricio Pochettino verður skoðuð eftir tímabilið en stærstur hluti leikmannahóps Chelsea vill að hann verði áfram til að halda stöðugleika. (Standard)

Man Utd mun reyna að fá miðvörð, miðjumann og sóknarmann í sumar og er Anthony Martial (28) á meðal þeirra leikmanna sem eru ekki áfram í plönum félagsins. (Football Insider)

Það er líklegast að Gary O'Neil, stjóri Wolves, muni skrifa undir nýjan samning þrátt fyrir sögur sem bendla hann við Liverpool. (GiveMeSport)

Ajax hefur áhuga á því að ráða Graham Potter, sem stýrði síðast Chelsea, en hann er líka á lista hjá Manchester United ef Erik ten Hag verður rekinn. (Guardian)

Potter hafnaði fyrsta tilboði Ajax þar sem launin sem félagið var að bjóða þóttu ekki ásættanleg. (Het Parool)

Man Utd, Bayern München og PSG eru öll áhugasöm um Andriy Lunin (25), markvörð Real Madrid. (Fichajes)

Ole Gunnar Solskjaer, fyrrum stjóri Man Utd, og Jesse Marsch, sem stýrði síðast Leeds, eru báðir orðaðir við þjálfarastöðuna hjá Kanada sem mun spila á heimavelli á HM 2026. (Standard)

Napoli hefur bæst í kapphlaupið um Jonathan David (24), framherja Lille í Frakklandi. (Calciomercato)

Stuttgart vill kaupa sóknarmanninn Deniz Undav (27) frá Brighton en hann hefur leikið á láni hjá félaginu á þessari leiktíð og staðið sig afar vel. (Caught Offside)

Það er líklegt að Barcelona reyni að selja Frenkie de Jong (26) í sumar og eru Ronald Araujo (25) og Raphinha (27) einnig mögulega á sölulistanum út af fjárhagsörðugleikum félagsins. (Sport)

Dougie Freedman, yfirmaður fótboltamála hjá Crystal Palace, er á óskalista Newcastle en Man Utd hefur einnig áhuga á að ráða hann í starf á bak við tjöldin. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner