Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
banner
   fim 21. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Viktor Unnar og Gylfi Þór Sigurðsson saman á æfingu.
Viktor Unnar og Gylfi Þór Sigurðsson saman á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Unnar Illugason var á sínum tíma einn efnilegasti fótboltamaður Ísland en í dag er einn efnilegasti þjálfari landsins.

Viktor hefur starfað sem yngri flokka þjálfari hjá Breiðabliki undanfarin ár en var í vetur ráðinn til Vals. Þar stafar hann sem þjálfari 2. flokks og 4. flokks, en er einnig með puttana í meistaraflokknum.

Viktor Unnar settist niður með Baldvini Má Borgarssyni, fréttamanni Fótbolta.net, eftir leik Vals gegn ÍA í Lengjubikarnum í gær þar sem hann spjallaði um leikinn og sinn metnað í þjálfun.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, í öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.

„Fyrir einhverjum fimm árum fer ég inn í 6. flokk hjá Breiðabliki og finn strax að þetta er eitthvað sem á við mig. Ég hafði mikla ástríðu fyrir þessu og vissi strax að þetta er eitthvað sem ég vildi gera," segir VIktor Unnar um þjálfunina.

Hann segist hafa viljað koma í Val til að læra af Arnari Grétarssyni, þjálfara liðsins.

„Hann er þaulreyndur þjálfari og mjög góður. Ég hef mikið álit á honum. Það sem seldi mig mest að koma hingað var að fá að læra af Adda og fá að vera yfir 2. flokknum," segir Viktor. „Það er þvílíkur draumur að fá að gera það."

Markmiðið fyrir framtíðina er að vera aðalþjálfari í meistaraflokki.

„Alveg klárlega. Ég ætla mér að vera meistaraflokksþjálfari í efstu deild. Kannski ekki á næstu einu eða tveimur árum. Mér liggur ekkert á. Ég er í góðum skóla hérna en markmiðið mitt er klárlega að vera aðalþjálfari í meistaraflokki í úrvalsdeild."
Athugasemdir
banner
banner