Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 26. apríl 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur Tosin framlengir ekki við Fulham
Valkvíði í sumar.
Valkvíði í sumar.
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn vinsæli Fabrizio Romano greinir frá því að varnarmaðurinn eftirsótti Tosin Adarabioyo mun ekki skrifa undir nýjan samning við Fulham.

Tosin hefur tilkynnt félaginu þetta og mun hann því yfirgefa Fulham á frjálsri sölu í sumar.

Það eru ýmis félög sem hafa áhuga á þessum öfluga miðverði sem missti af fyrstu mánuðum enska úrvalsdeildartímabilsins vegna meiðsla, en hefur verið gríðarlega öflugur frá endurkomu sinni í byrjun desember.

Tosin er 26 ára gamall og er fæddur á Englandi en foreldrar hans eru frá Nígeríu. Hann hefur þó ekki viljað spila fyrir landslið Nígeríu þar sem hann heldur enn í enska landsliðsdrauminn eftir að hafa spilað 14 leiki með yngri landsliðunum.

Stórlið á borð við Manchester United, Tottenham Hotspur og Liverpool hafa áhuga á miðverðinum en AC Milan, Inter, AS Mónakó, West Ham og Newcastle hafa einnig verið nefnd til sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner