Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Mikill fótboltakúltúr í Úkraínu - „Veist ekki hvernig þeir þjálfa eða hvað þeir eru að gera“
Icelandair
Sergyi Rebrov
Sergyi Rebrov
Mynd: Getty Images
Åge Hareide
Åge Hareide
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun mætast Ísland og Úkraína í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótið. Úkraína er stórþjóð í fótboltanum og er þjálfari þeirra, Sergiy Rebrov, goðsögn, en Åge Hareide, þjálfari Íslands, var aðeins spurður út hann og Úkraínu á blaðamannafundinum í dag.

Úkraína hefur framleitt marga frábæra fótboltamenn í gegnum tíðina.

Margir þeirra spiluðu fyrir Sovétríkin, sem var með bestu landsliðum heims í rúma þrjá áratugi áður en þau fellu árið 1991.

Rebrov byrjaði að spila með nýju úkraínsku landsliði árið 1992 og er með bestu leikmönnum í sögu landsliðsins, en hann er í dag þjálfari liðsins.

Hareide var spurður aðeins út í Rebrov og Úkraínu sem fótboltaþjóð á fundinum.

„Hann var góður framherji, mjög góður fótboltamaður. Þú veist ekki hvernig þeir þjálfa eða hvað þeir eru að gera, en hann hefur gert vel með úkraínska landsliðið."

„Úkraína hefur framleitt mjög góða fótboltamenn. Ég mætti Shakhtar Donetsk þegar ég var þjálfari Malmö árið 2015. Þar er mikill fótboltakúltúr. Þegar ég var sjálfur leikmaður þá mætti ég Sovétríkjunum og bestu leikmennirnir komu frá Úkraínu eins og Oleg Blokhin og Dasayev. Það er mikil fótboltahefð í Úkraínu og það eru alltaf að koma upp mjög áhugaverðir leikmenn hjá þeim,“
sagði Hareide.

Ísland og Úkraína mætast í Wroclaw í Póllandi á morgun klukkan 19:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner