Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 11:08
Elvar Geir Magnússon
Búist við 34 þúsund áhorfendum á leiknum
Icelandair
Íslenskir stuðningsmenn í Leifsstöð í morgun.
Íslenskir stuðningsmenn í Leifsstöð í morgun.
Mynd: Mummi Lú
Klukkan 19:45 í kvöld mætast Úkraína og Ísland í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu en leikið er í borginni Wroclaw í Póllandi.

Það er búið að selja 29 þúsund miða á leikinn og samkvæmt upplýsingum frá Ómari Smárasyni samskiptastjóra KSÍ er alls búist við 34 þúsund manns í Wroclaw skálinni.

Leikvangurinn tekur 43 þúsund manns og verða um 500 íslenskir stuðningsmenn viðstaddir.

Þess má geta að það verða 85 fréttamenn á leiknum og 32 ljósmyndarar.

Vegna stríðsins í Úkraínu er leikið á hlutlausum velli en stuðningsmenn úkraínska liðsins munu þó hópast á leikinn.

Hér að neðan má sjá myndir frá æfingu Íslands á keppnisvellinum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner