Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Kjarnafæðismótið: KA meistari sjöunda árið í röð
Mynd: KA
KA er Kjarnafæðismótsmeistari árið 2024 eftir að hafa unnið Þór eftir vítaspyrnukeppni á Greifavellinum í kvöld. Þetta er sjöunda árið í röð sem KA vinnur mótið.

Þórsarar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Sigfús Fannar Gunnarsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu fyrir Þór og komu liðinu í 2-0, en þannig stóðu leikar í hálfleik.

KA-menn snéru við taflinu í þeim síðari. Bjarni Aðalsteinsson og Daníel Hafsteinsson sáu um að jafna leikinn áður en flautað var til leiksloka.

Þar sem liðin skildu jöfn þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara.

KA vann vítakeppnina, 4-3, og er því meistari sjöunda árið í röð.


Athugasemdir
banner
banner