Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 08:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd vill ráða Frank frekar en Southgate - Stórlið berjast um Diomande
Powerade
Thomas Frank, stjóri Brentford.
Thomas Frank, stjóri Brentford.
Mynd: Getty Images
Olise er orðaður við Man Utd.
Olise er orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Man City berjast um Bakayoko.
Liverpool og Man City berjast um Bakayoko.
Mynd: EPA
Diomande er eftirsóttur.
Diomande er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Gleðilegan þriðjudaginn kæru lesendur. Í kvöld spilar íslenska landsliðið risastóran leik gegn Úkraínu, úrslitaleik um að komast á Evrópumótið. En það er um að gera að byrja þennan leik á heitum kaffibolla og slúðurpakkanum.

Manchester United ætlar að reyna að fá Thomas Frank, stjóra Brentford, til að taka við liðinu af Erik ten Hag í sumar, ekki Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. (Football Transfers)

En samkvæmt öðrum fréttum er Sir Jim Ratcliffe, eigandi Man Utd, að undirbúa það að Ten Hag verði stjóri United á næsta tímabili. Ratcliffe er samt að þróa plön til að bregðast hratt við ef tekin verður ákvörðun um að skipta Ten Hag út. (inews)

United mun setja það í forgang að sækja kantmanninn Michael Olise (22) frá Crystal Palace í sumar. United vill frekar fá Olise en Johan Bakayoko (20), kantmann PSV Eindhoven í Hollandi, en Liverpool og Manchester City hafa mikinn áhuga á þeim leikmanni. (TeamTalk)

Tottenham hefur áhuga á að kaupa Timo Werner (28) frá RB Leipzig en Lundúnafélagið er ekki að flýta sér að því að nýta 14,5 milljón punda ákvæði í lánssamningi hans. (FourFourTwo)

Arsenal er tilbúið að borga 51 milljón punda auk bónusa, eins og Chelsea, fyrir Ousmane Diomande (20), miðvörð Sporting Lissabon. (Record)

Nicolo Zaniolo, miðjumaður Aston Villa, vill helst af öllu snúa aftur til Ítalíu þegar lánssamningur hans hjá Villa rennur út í sumar. (Corriere dello Sport)

Erling Haaland (23), sóknarmaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, er að horfa í einvígið gegn Real Madrid í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir spænska stórveldinu. (AS)

West Ham býst við því að kantmaðurinn Said Benrahma (28) verði keyptur frá félaginu til Lyon í sumar. (Football Insider)

Aston Villa og Everton hafa áhuga á Fermin Lopez (20), miðjumanni Barcelona, en Everton gerði misheppnaða tilraun til að fá hann í janúar síðastliðnum. (Sport)

Bayer Leverkusen er á meðal félaga sem hafa áhuga á Douglas Lukjanciks (16), markverði Everton og enska U17 landsliðsins. (Mail)

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, finnst það skemmtilegt að Bayern München hafi áhuga á sér en hann er ekki að flýta sér að taka ákvörðun um framtíð sína. (Mirror)

Chelsea á von á stórri refsingu ef það verður sannað að félagið hafi brotið fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar í stjórnartíð Roman Abramovich. (Guardian)

Liverpool mun berjast við Man Utd um Federico Chiesa (26), kantmann Juventus og ítalska landsliðsins. (TeamTalk)

Eigendur Liverpool og nýráðinn starfsmaður þeirra, Michael Edwards, eru að skoða það að kaupa franska félagið Toulouse. (Football Insider)

Man Utd hefur ákveðið að kaupa ekki miðjumanninn Sofyan Amrabat (27) frá Fiorentina í sumar en hann hefur verið á láni hjá félaginu í vetur. (Calciomercato)

Barcelona ætlar að sækjast eftir því að hafa bakvörðinn Joao Cancelo (29) á láni frá Manchester City í eitt ár til viðbótar. (Marca)

Barcelona hefur jafnframt áhuga á því að sækja Aleix Garcia (26), fyrrum miðjumann Man City, frá Girona í sumar. (Sport)

Raheem Sterling (29) spilaði stórt hlutverk í því að hjálpa Hafiz Umar Ibrahim (18), efnilegum nígerískum sóknarmanni, að komast á reynslu hjá Chelsea. (Evening Standard)

Everton hefur áhuga á Omari Benjamin (18), efnilegum framherja Arsenal. (Football Insider)

Los Angeles FC í Bandaríkjunum hefur boðið Olivier Giroud (37), markahæsta leikmanni í sögu franska landsliðsins, samningstilboð. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner