Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Selenskí þakkar úkraínska liðinu - „Enn einu sinni sannast það að við sem þjóð gefumst ekki upp“
Icelandair
Volodomir Selinskí, forseti Úkraínu
Volodomir Selinskí, forseti Úkraínu
Mynd: Getty Images
Volodimir Selenskí, forseti Úkraínu, sendi úkraínska landsliðinu skilaboð eftir 2-1 sigur liðsins á Íslandi í umspili Evrópumótsins, en sigurinn þýðir að Úkraína fer á EM í sumar.

Íslandi leiddi með einu marki í hálfleik en Úkraínumenn komu til baka í síðari hálfleiknum og skoruðu tvö mörk þökk sé Viktor Tsygankov og Mykhailo Mudryk.

Úkraína hefur gengið í gegnum erfiða tíma síðustu ár eða síðan 2021 er Rússar gerðu innrás í landið.

Selenskí var því ánægður að sjá landsliðið sýna mikla baráttu og tryggja sætið á EM.

„Takk, strákar! Takk fyrir þessar yfirþyrmandi tilfinningar sem þjóðin er að upplifa, fyrir mikilvægan sigur og fyrir að komast á Evrópumótið. Fyrir að sanna enn einu sinni að þegar fólkið í Úkraínu er að ganga í gegnum erfiða tíma, þá gefst það ekki upp og heldur áfram að berjast og nær auðvitað í sigur. Á tímum þar sem þeir vilja slátra okkur á hverjum degi, sönnum við að Úkraínumenn eru og verða áfram Úkraínumenn. Takk fyrir sigurinn. Dýrð til Úkraínu,“ sagði Selenskí á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner