Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 26. mars 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi í leiknum í kvöld
Arnór Ingvi í leiknum í kvöld
Mynd: Mummi Lú
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var eðlilega svekktur eftir 2-1 tap Íslands gegn Úkraínu í úrslitum EM-umspilsins í kvöld, en hann segir að liðið geti tekið mikinn lærdóm frá leiknum.

Vonir Íslendinga voru miklar þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks í Wroclaw.

Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir með glæsilegu marki en í þeim síðari tóku Úkraínumenn við sér, skoruðu tvö og komust áfram.

Landsliðsmennirnir sátu því eftir með sárt ennið og missa af farseðlinum á EM.

„Mjög þungar tilfinningar. Það er ekki enn búið að setjast niður en maður er að fatta þetta betur og betur að þetta rann úr okkar greipum.“

„Mér fannst við vera mjög þéttir og skipulagðir. Spiluðum þegar við þorðum og áttum að spila en svo glutruðum við þessu niður,“ sagði Arnór við Fótbolta.net, en hann vildi þó ekki sérstaklega ræða mörkin sem Ísland fékk á sig.

„Það voru kannski ekki mörkin sem skiptu aðalmáli, heldur meira hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik. Við þorum ekki að gera það sem við ætluðum og eigum að gera, hættum að spila boltanum og kýlum hann langt upp og þá erum við að bjóða hættunni heim.

„Ég myndi ekki segja að það væri hræðsla en við hættum bara að gera hlutina sem var frekar pirrandi svona eftir á að hyggja.“


Menn eru langt niðri núna en Arnór segir að nú þurfi menn að læra af þessu og gíra sig fyrir undankeppni HM. Stefnan er að komast á það mót.

„Mjög þungt en við þurfum einhvern veginn að læra af þessu og koma okkur út úr þessu sem fyrst. Taka undankeppnina fyrir HM með trompi og setja stefnuna þangað.“

„Klárlega við erum með marga góða og unga stráka. Við lærum af þessu og þeir líka, maður lærir mest þegar á móti blæs og það gerir það svo sannarlega núna. Við þurfum að taka þessu og undirbúa okkur fyrir undankeppnina.“

„Þegar maður hefur prófað það einu sinni þá vill maður gera það aftur. Stefnan er sett þangað,“
sagði Arnór í lokin.
Athugasemdir
banner
banner