Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. mars 2024 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Brasilískur landsliðsmaður opinn fyrir því að spila í Evrópu
Mynd: Getty Images
Brasilíski landsliðsmaðurinn Fabricio Bruno ætlar að skoða það að spila í Evrópu á næsta tímabili en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Bruno er 28 ára gamall miðvörður sem er á mála hjá Flamengo í heimalandinu.

Hann hefur allan sinn feril spilað í Brasilíu en er nú að íhuga að fara í Evrópuboltann.

Varnarmaðurinn þreytti frumraun sína með brasilíska landsliðinu í þessum mánuði og er nú kominn á ratsjá margra liða í Evrópu.

Wolves, Atalanta og Nottingham Forest sýndu honum áhuga á síðasta ári og verður sá áhugi líklega enn til staðar í sumar en verðmiðinn á Fabricio er í kringum 12 milljónir punda.

Félög frá Katar og Sádi-Arabíu eru einnig áhugasöm um þennan stóra og stæðilega miðvörð.

Athugasemdir
banner
banner