Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. mars 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giroud nær persónulegu samkomulagi við Los Angeles
Olivier Giroud.
Olivier Giroud.
Mynd: EPA
Olivier Giroud, markahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins, hefur náð munnlegu samkomulag við Los Angeles FC í Bandaríkjunum.

Frá þessu segir Fabrizio Romano en allt bendir til þess að Giroud muni skrifa undir samning við félagið sem gildir til ársins 2025.

Giroud er orðinn 37 ára gamall en samningur hans við ítalska stórliðið AC Milan rennur út í sumar.

Giroud hefur staðið sig vel á tímabilinu en hann hefur skorað 14 mörk og lagt upp níu fyrir Milan á yfirstandandi leiktíð.

þessi reynslumikli leikmaður hefur spilað 128 leiki fyrir landslið Frakklands og skorað í þeim 56 mörk. Þá hefur hann spilað með liðum á borð við Arsenal og Chelsea en hann hefur verið í röðum AC Milan síðan árið 2021 og staðið sig mjög vel.

Núna virðist sólin í Los Angeles kalla á hann.
Athugasemdir
banner
banner