Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 27. mars 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kroos ætlar að taka eitt tímabil í viðbót hjá Real Madrid
Toni Kroos.
Toni Kroos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því í dag þýski miðjumaðurinn Toni Kroos hafi ákveðið að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid.

Nýi samningurinn mun gilda út næsta tímabil.

Um helgina sneri þessi 34 ára gamli miðjumaður aftur á völlinn með þýska landsliðinu eftir þriggja ára fjarveru og lagði meðal annars upp fyrsta markið í 2-0 sigri á Frakklandi. Hann átti svo flottan leik í gær gegn Hollandi.

„Ég mun ákveða framtíð mína í næsta mánuði eða eftir tvo mánuði, þá munum við sjá hvað gerist,“ sagði Kroos nýverið en hann hefur ákveðið núna að framlengja dvöl sína í Madríd.

Kroos hefur átt flott tímabil en hann hefur spilað með Real Madrid frá 2014 og er goðsögn hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner