Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Njarðvík klófestir búlgarskan varnarmann (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Njarðvík
Búlgarski varnarmaðurinn Slavi Kosov hefur skrifað undir samning við Njarðvík sem gildir út keppnistímabilið 2024.

Kosov er hafsent sem fæddur er árið 2000 sem hefur leikið í heimalandinu allan sinn feril til þessa.

Hann á að baki fjóra yngri landsleiki fyrir landslið Búlgaríu.

Kosov kom upprunalega til Njarðvíkur fyrir tveimur vikum á reynslu og hefur æft með liðinu ásamt því að spila einn æfingaleik. Nú er hann staddur með liðinu í æfingaferð á Spáni þar sem liðið leggur lokahönd á undirbúning sinn fyrir sumarið 2024.

„Knattspyrnudeildin býður Slavi hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!" segir í tilkynningu Njarðvíkur.

Njarðvík hafnaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner