Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Bayern gæti horft til Rangnick
Mynd: Getty Images
Þýska blaðið Kicker heldur því fram að Bayern München muni reyna við Ralf Rangnick ef Xabi Alonso ákveður að halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen í sumar.

Thomas Tuchel hættir með Bayern eftir þetta tímabil og er Alonso talinn líklegastur til að taka við.

Bayern er hins vegar með varaáætlun ef Alonso ákveður að taka annað tímabil með Leverkusen.

Sky segir að Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, sé næsti kostur á eftir Alonso en Kicker er ekki sammála.

Þar er haldið fram að Ralf Rangnick, þjálfari austurríska landsliðsins, sé næstur í röðinni.

Rangnick hefur gert ágætis hluti með Austurríki en hann stóð sig ekkert sérlega vel er hann tók tímabundið við Manchester United frá nóvember 2021 og út tímabilið.

Samkvæmt Kicker sér Bayern hann sem ágætis lausn, en Rangnick hefur þjálfað Leipzig, Schalke, Hannover, Stuttgart og Hoffenheim í heimalandinu.

Antonio Conte og Jose Mourinho koma ekki til greina samkvæmt þýska blaðinu.
Athugasemdir
banner
banner