Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 11:10
Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli mættur til æfinga hjá FH
Ísak Óli er á leið í FH.
Ísak Óli er á leið í FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Ísak Óli Ólafsson hefur hafið æfingar með FH og allt bendir nú til þess að hann spili með liðinu í Bestu-deildinni í sumar. Hjá FH hittir hann fyrir Sindra Kristinn bróður sinn sem er í markinu hjá liðinu.

Ísak, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn danska félaginu Esbjerg fram á sumarið. Esbjerg er í dönsku C-deildinni og stefnir hraðbyri upp í B-deildina en Ísak hafði ekki verið í mjög stóru hlutverki fyrir vetrarfrí í deildinni.

Ísak spilaði síðast hér á landi með Keflavík sumarið 2021 en hann á að baki fjölda leikja með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann átti fast sæti í hjarta varnarinnar meðan hann hafði aldur til.

FH hefur undanfarnar vikur reynt að ná samkomulagi við Esbjerg um að fá Ísak Óla lausan og nú virðist sem það sé að takast. FH leikur æfingaleik við Stjörnuna í hádeginu á morgun og spurning hvort Ísak Óli spili þar sinn fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner