Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. mars 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Matty Cash missir af næstu leikjum
Cash verður ekki með gegn Wolves um helgina.
Cash verður ekki með gegn Wolves um helgina.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn öflugi Matty Cash verður fjarri góðu gamni næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla.

Hann missir því af næstu leikjum Aston Villa sem eru gífurlega mikilvægir. Villa á sjö mikilvæga leiki næstu þrjár vikurnar, meðal annars tvo leiki gegn Lille í Sambandsdeildinni og leiki gegn Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Cash er 26 ára gamall og meiddist hann í frábærum sigri Póllands gegn Eistlandi í umspili fyrir sæti á Evrópumótinu í sumar. Liðsfélagar hans tryggðu Póllandi sæti á EM í Þýskalandi og fær Cash þar tækifæri til að spila á sínu fyrsta Evrópumóti.

Cash á rúmlega þrjú ár eftir af samningi sínum við Villa og hefur verið í mikilvægu hlutverki á flottu tímabili í sögu félagsins, þar sem hann er búinn að spila 40 leiki það sem af er tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner