PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
   sun 28. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Breiðablik og KR reyna að komast aftur á sigurbraut - Vinna meistararnir fjórða leikinn í röð?
Blikar mæta KR-ingum
Blikar mæta KR-ingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinna Víkingar fjórða leikinn í röð?
Vinna Víkingar fjórða leikinn í röð?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórða umferð Bestu deildar karla hefst í dag með fjórum leikjum.

Nýliðar Vestra taka á móti HK klukkan 14:00 á AVIS-vellinum í Laugardal. Vestri vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í síðustu umferð er liðið vann dramatískan 1-0 sigur á KA á meðan HK er enn í leit að fyrsta sigrinum.

ÍA, sem hefur byrjað mótið frábærlega, mætir FH í Akraneshöllinni á sama tíma. ÍA hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum eins og FH.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings fá KA í heimsókn í Víkina klukkan 16:15. Víkingar hafa unnið alla þrjá leiki sína en KA aðeins fengið tvö stig.

KR og Breiðablik, sem unnu bæði fyrstu tvo leiki sína í mótinu, töpuðu bæði í síðustu umferð og reyna að komast aftur á sigurbraut er þau mætast á Meistaravöllum. Blikar munu einbeita sér alfarið að deildinni og Evrópu eftir að liðið datt óvænt út úr Mjólkurbikarnum á dögunum.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
14:00 Vestri-HK (AVIS völlurinn)
14:00 ÍA-FH (Akraneshöllin)
16:15 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
18:30 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 5 4 0 1 12 - 6 +6 12
2.    FH 5 4 0 1 10 - 7 +3 12
3.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
4.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
5.    Breiðablik 5 3 0 2 12 - 9 +3 9
6.    Valur 5 2 2 1 6 - 4 +2 8
7.    KR 5 2 1 2 10 - 9 +1 7
8.    ÍA 5 2 0 3 11 - 9 +2 6
9.    Vestri 5 2 0 3 4 - 9 -5 6
10.    HK 5 1 1 3 4 - 9 -5 4
11.    KA 5 0 2 3 6 - 10 -4 2
12.    Fylkir 5 0 1 4 5 - 12 -7 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner