Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. mars 2024 10:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe um Tonali: Best væri að hann fengi að halda ferlinum áfram
Mynd: Getty Images

Sandro Tonali miðjumaður Newcastle var ákærður af enska sambandinu í gær fyrir brot á veðmálareglum. Hann var dæmdur í tíu mánaða bann af ítalska sambandinu í október á síðasta ári.


Eddie Howe stjóri Newcastle ræddi við fjölmiðla í dag um ákæruna.

„Við vorum ekki hissa á þessu, hann hefur verið samvinnuþýður frá fyrsta degi og var hreinskilinn við félagið og yfirvöld. Við höfum stutt hann í gegnum þetta ferli," sagði Howe.

Howe vonast til að Tonali muni snúa til baka um leið og núgildandi banni lýkur.

„Ég vona fyrir hönd Sandro að það verði ekki frekari eftirmálar. Hann hefur þjást á þessum tíma. Hann hefur verið hreinskilinn og fengið hjálp við þessu og játað að hann á við vandamál að stríða. Það besta væri að hann fengi að halda ferlinum áfram, hann hefur tekið út refsinguna og lært helling af þessu," sagði Howe.

Stjórinn er mjög ánægður með Tonali sem er að æfa á fullu og hefur farið mikið fram í enskukunnáttu sinni en Ítalinn gekk til liðs við Newcastle frá Milan síðasta sumar.


Athugasemdir
banner