Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 29. mars 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kormákur/Hvöt fær varnarmann frá Þrótti R. (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Kormákur/Hvöt gerði frábæra hluti í fyrra og komst upp um deild. Blönduósingar og Húnvetningar munu því leika í 2. deildinni í sumar og eru að styrkja hópinn sinn fyrir komandi átök.

Sergio Francisco Oulu er kominn til félagsins en hann flutti til Íslands í fyrra til að spila fyrir Þrótt R. í Lengjudeildinni.

Sergio kom aðeins við sögu í fjórum leikjum með Þrótti og reynir nú fyrir sér í 2. deildinni.

Sergio er miðvörður að upplagi sem getur einnig spilað sem varnartengiliður og býr yfir reynslu og portúgölsku neðri deildunum auk þess að hafa spilað með Florö í 3. deild norska boltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner