Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 19. apríl 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ekki eins og Salah hafi aldrei klúðrað færum áður"
Mynd: EPA

Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur ekki áhyggjur af Mohamed Salah sem hefur ekki verið upp á sitt besta síðan hann snéri úr meiðslum sem hann varð fyrir á Afríkumótinu í upphafi árs.


Salah skoraði 24. mark sitt á tímabilinu þegar hann skoraði af vítapunktinum í 1-0 sigri Liverpool gegn Atalanta í gær en hann klikkaði á dauðafæri undir lok fyrri hálfleiks.

Hann var síðan tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.

„Ég hef engar sérstakar áhyggjur. Svona gera framherjar, svona er þetta bara. Við verðum að fara í gegnum þetta, hann verður að fara í gegnum þetta. Hann er einn reynslumesti leikmaðurinn í hópnum," sagði Klopp.

„Það er ekki eins og Salah hafi ekki klúðrað færi áður í l´finu, þetta er hluti af leiknum. Vítið var mjög gott, hann var síðan óheppinn í næsta færi en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann klúðrar svona. Ég geri ekki mikið úr þessu."


Athugasemdir
banner
banner
banner