Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 14:23
Brynjar Ingi Erluson
Enska fótboltasambandið kærir Tonali fyrir brot á veðmálareglum
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið hefur kært ítalska miðjumanninn Sandro Tonali fyrir brot á veðmálareglum en þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins í dag.

Tonali, sem er 23 ára gamall, var dæmdur í tíu mánaða bann fyrir að brjóta veðmálareglur ítalska fótboltasambandsins í október á síðasta ári.

Tonali var til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu á Ítalíu. Miðjumaðurinn veðjaði á leiki hjá AC Milan á meðan hann var á mála hjá félaginu, en hann segist þó ekki hafa veðjað á leiki þegar hann var að spila.

Newcastle keypti Tonali frá Milan síðasta sumar fyrir rúmar 60 milljónir punda, en hann verður núna frá út þetta tímabil og hluta af næsta tímabili. Hann mun einnig missa af Evrópumótinu í sumar með Ítalíu.

Nú hefur enska fótboltsambandið kært Tonali fyrir að hafa brotið reglur sambandsins en hann á að hafa lagt fimmtíu veðmál frá 12. ágúst til 12. október.

Tonali hefur til 5. apríl til að svara kærunni.

Enski landsliðsmaðurinn Ivan Toney var í maí á síðasta ári dæmdur í átta mánaða bann fyrir að brjóta veðmálareglur sambandsins. Ef Tonali verður fundinn sekur er líklegt að hann missi af stórum hluta næsta tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner