fim 26. október 2023 11:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandro Tonali í tíu mánaða bann (Staðfest)
Sandro Tonali.
Sandro Tonali.
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta það að ítalski miðjumaðurinn Sandro Tonali sé farinn í tíu mánaða bann frá fótbolta þar sem hann braut veðmálareglur.

Tonali gengst við brotum sínum og samdi utan dómstóla.

Tonali hefur verið til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu á Ítalíu. Miðjumaðurinn veðjaði á leiki hjá AC Milan á meðan hann var á mála hjá félaginu, en hann segist þó ekki hafa veðjað á leiki þegar hann var að spila.

Newcastle keypti Tonali frá Milan í sumar fyrir rúmar 60 milljónir punda, en hann verður núna frá út þetta tímabil og hluta af næsta tímabili. Hann mun einnig missa af Evrópumótinu næsta sumar með Ítalíu.

Tonali segist vera veðmálafíkill en það er hluti af dómnum að hann fer í átta mánaða meðferð við spilafíkn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner