Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 28. mars 2024 09:19
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola heltekinn af Guimaraes - Branthwaite til Man Utd?
Powerade
Pep Guardiola vill fá Guimaraes
Pep Guardiola vill fá Guimaraes
Mynd: Getty Images
Man Utd vill kaupa Branthwaite
Man Utd vill kaupa Branthwaite
Mynd: Getty Images
Tekur Pep Lijnders við Ajax í sumar?
Tekur Pep Lijnders við Ajax í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ljómandi fína skírdegi en það eru margir áhugaverðir molar að þessu sinni.

Arsenal er með tíu manna lista yfir framherja sem félagið vill sækja í sumar en þeir Benjamin Sesko (20), leikmaður Leipzig, Viktor Gyökeres (25), leikmaður Sporting, og Alexander Isak (24), leikmaður Newcastle, eru allir á listanum. (MIrror)

Ivan Toney (28), framherji Brentford, er einnig á listanum, en Arsenal hefur lengi verið á eftir enska landsliðsmanninum. (Mail)

Manchester United hefur mikinn áhuga á að fá Jarrad Branthwaite (21), varnarmann Everton en það er í algerum forgangi að styrkja varnarlínuna í sumar. (Telegraph)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er heltekinn af Bruno Guimaraes (26), miðjumanni Newcastle United, en Man City þyrfti að greiða í kringum 85 milljónir punda til að landa brasilíska landsliðsmanninum í sumar. (Fichajes)

West Ham er að búast við því að Man City reyni aftur við Lucas Paqueta (26), miðjumann félagsins, í sumar. (Football Insider)

Chelsea er á meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á að fá brasilíska landsliðsmarkvörðinn Bento (24) frá Athletico Paranaense. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Brasilíu í 1-0 sigrinum á Englandi á dögunum. (Globo)

Tottenham vill kaupa mexíkóska framherjann Santiago Gimenez (22) frá Feyenoord í sumar, en Tottenham sér hann fyrir sér sem arftaka Harry Kane, sem fór frá enska félaginu til Bayern München síðasta sumar. (Caught Offside)

Manchester United hefur áhuga á að kaupa argentínska varnarmanninn Aaron Anselmino (18) frá Boca Juniors. (Ole)

Tottenham, West Ham, Brighton og Everton eru öll að íhuga að leggja fram tilboð í Samuel Iling-Junior (20), miðjumann Juventus og enska U21 árs landsliðsins, í sumar. (Football Insider)

Ítalski miðjumaðurinn Jorginho (32) gæti yfirgefið Arsenal í sumar og snúið aftur til Ítalíu. (Football London)

Vonir Arsenal um að landa Xavi Simons (20) í sumar eru litlar þar sem Paris Saint-Germain vill gefa hollenska landsliðsmanninum meiri spiltíma þegar hann snýr aftur úr láni frá RB Leipzig. (Express)

Manchester United ætlar að leyfa danska miðjumanninum Christian Eriksen (32) að fara í sumar. (Football Insider)

Real Madrid hefur ekki efni á að kaupa Trent Alexander-Arnold (25), varnarmann Liverpool, í sumarglugganum, en hann hefur verið orðaður við félagið síðustu daga (Goal)

Toni Kroos (34), miðjumaður Real Madrid og þýska landsliðsins, er að ganga frá nýjum eins árs samningi við Madrídinga. (Fabrizio Romano)

Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari Liverpool, er í baráttunni um að taka við hollenska liðinu Ajax á næsta tímabili. (Telegraph)

Manchester United er óánægt með spiltímann sem Hannibal Mejbri (21) hefur verið að fá hjá Sevilla. Hann hefur aðeins spilað fjóra leiki í La Liga síðan hann kom á láni í janúar. (90min)

Ethan Nwaneri (17), leikmaður Arsenal, mun skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá félaginu er hann snýr aftur úr landsliðsverkefni með U17 ára landsliði Englands. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner