Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 27. apríl 2024 11:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim biðst afsökunar á ferðinni til Lundúna - „Tímasetningin var mjög slæm"
Mynd: Getty Images

Ruben Amorim stjóri Sporting hefur beðist afsökunar á að hafa rætt við West Ham á dögunum.


Amorim er gríðarlega eftirsóttur en hann var orðaður við Liverpool áður en West Ham kom inn í myndina. Hann ræddi við fréttamenn í aðdraganda leiks Sporting gegn Porto á morgun.

„Ég ætla að tala um fílinn í herberginu. Félagið vissi af ferðinni, ég lagði bílnum fyrir utan, labbaði framhjá fimmtán manneskjum í leyni, ræddi við fólk, tók myndir og fór svo í flugvélina. Til að koma því á framfæri þá gerði ég þetta ekki án vitundar félagsins," sagði Amorim.

„Það voru mistök að fara, tímasetningin var mjög slæm. Það leit ekki þannig út fyrir mér þá. Sérstaklega þar sem ég legg mikið á mína leikmenn, persónuleg mál geta ekki verið tekin framyfir félagið, ég hef refsað leikmönnum fyrir minna."


Athugasemdir
banner
banner
banner