Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Vitnaði í ræðuna fyrir endurkomuna gegn Barcelona - „Mun segja þetta aftur“
Jürgen Klopp og leikmenn Liverpool eftir magnaða sigurinn á Barcelona
Jürgen Klopp og leikmenn Liverpool eftir magnaða sigurinn á Barcelona
Mynd: Getty Images
Það verður enginn Divock Origi í Bergamó í kvöld
Það verður enginn Divock Origi í Bergamó í kvöld
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool mæta Atalanta í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Bergamó í kvöld, en Liverpool þarf eitt af þessum sérstöku kraftaverkum til að komast áfram.

Stuðningsmenn Liverpool ættu að þekkja það að liðið getur töfrað ýmislegt fram þegar allt er undir.

Kvöldið fræga gegn Olympiakos í riðlakeppninni tímabilið 2004-2005, sem kom liðinu í úrslitakeppnina og svo auðvitað úrslitaleikurinn í Istanbúl þegar Liverpool kom til baka gegn AC MIlan, sem var þá með eitt svakalegasta lið sögunnar.

Barcelona-leikurinn á Anfield er þó ferskastur í minni stuðningsmanna. Liverpool tapaði þá fyrir Barcelona á Nou Camp, 3-0, en vann síðari leikinn á Anfield 4-0 þar sem Divock Origi breytti skoraði tvö og varð að költ-hetju.

Liverpool er 3-0 undir í einvíginu gegn Atalanta, en þetta verður allt annað dæmi samkvæmt Klopp. Nú er liðið í Bergamó, en ekki á Anfield.

„Ég mun hugsa um ræðuna á morgun því ég man eftir því að hafa sagt að ef okkur mun mistakast, gerum það þá á sem fallegasta máta og möguleiki er á. Ég mun segja þetta aftur,“ sagði Klopp.

„Margir stuðningsmenn héldu að þetta væri búið spil eftir fyrri leikinn en núna eru færri sem telja að þetta sé búið. Við erum hér, þannig sjáum til.“

„Úrslitin eru svipuð en frammistaðan ekki. Við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk átti erfitt með að skilja hvernig það gerðist en núna töpuðum við 3-0 heima og erum á útivelli. Það er þvílíkur munur. Við erum hérna og munum reyna að vinna leikinn

„Við áttum alveg góð augnablik í síðustu viku en þeir áttu sigurinn fyllilega skilið. Byrjum þetta með betri frammistöðu á morgun og reynum að vinna leikinn, skoðum svo hvað er mikill tími til stefnu.“


Liverpool og Atalanta mættust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir fjórum árum. Liverpool vann fyrri leikinn í Bergamó, 5-0, en tapaði síðan seinni leiknum á Anfield, 2-0.

„Við spiluðum við Atalanta fyrir fjórum árum. Leikurinn verður erfiðari núna því þeir þurfa alls ekki að skora. Ég er ekki alveg viss hvað þeir ætla að gera, en það er alls ekki auðvelt að vera 3-0 yfir. Við unnum 5-0 hérna en töpuðum 2-0 í heimaleiknum. Við munum sjá hvort liðið höndlar stöðuna betur. Ef Atalanta fer áfram þá er það verðskuldað, en það þarf eitthvað sérstakt að hafa gerst ef það verður ekki raunin.“
Athugasemdir
banner
banner
banner