Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 14:53
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Chelsea með uppblásin egó
Leikmenn Chelsea rifust um hver ætti að taka víti.
Leikmenn Chelsea rifust um hver ætti að taka víti.
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli þegar leikmenn Chelsea rifust eins og krakkar á skólavelli um hver ætti að taka vítaspyrnu í 6-0 sigri gegn Everton á mánudaginn.

Nicolas Jackson og Noni Madueke rifust þar sem þeir vildu taka spyrnuna en það var á endanum hin venjulega vítaskytta, Cole Palmer, sem fór á punktinn og skoraði fjórða mark sitt í leiknum.

„Þessi ágreiningur um vítaspyrnuna endurspeglar ástandið hjá liðinu," segir Chris Sutton, fyrrum leikmaður Chelsea.

„Það virðist furðulegt andrúmsloft innan klefans sem virðist fullur af uppblásnum egóum. Ef Mauricio Pochettino nær ekki að búa til liðsheild þá veltir maður fyrir sér hver geti það."

„Innan vallar hefur Chelsea sýnt aðeins meiri stöðugleika seinni hluta tímabilsins. Átta leikir án taps í deildinni hafa komið liðinu í baráttu um sjötta sætið."

Chelsea mætir Manchester City á morgun í undanúrslitum FA-bikarsins.

„Pochettino mun vilja vinna bikar til að undirstrika bætingu liðsins en ég held samt að City muni vinna þetta örugglega," segir Sutton sem spáir 3-0 sigri City.
Athugasemdir
banner