Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 08. júní 2023 10:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
120 eða 100 plús leikmaður
Mynd: EPA
Declan Rice er eftirsóttur af nokkrum félögum og er fjallað um hann á Sky Sports í dag. Chelsea, Arsenal og Bayern Munchen eru þau félög sem hafa hvað mest verið nefnd til sögunnar, en Manchester United, Manchester City, Newcastle og Liverpool hafa einnig verið nefnd til. Liverpool er talið ólíklegast af þessum félögum á þessum tímapunkti.

Arsenal er að skoða miðjumenn og er Rice sennilega efstur á lista. Fyrirliði West Ham fær að fara ef félagið fær gott tilboð.

Chelsea hefur lengi sýnt Rice áhuga og áhuginn er enn til staðar. Spurning þó hvort að hann sé sá sami og hann var fyrir eigandaskiptinn í fyrra.

Thomas Tuchel, stjóri Bayern, er mikill aðdáandi Rice og Bayern ætlar sér aðeins að stokka upp í leikmannahópnum í sumar. Serge Gnabry og Leroy Sane eru á meðal leikmanna sem gætu yfirgefið Bayern. Sölur á þeim gætu fjármagnað kaup á Rice.

Sky Sports greinir frá því að West Ham vilji fá 120 milljónir punda fyrir Rice. Það er meira en Real Madrid er að borga fyrir Jude Bellingham. Greint er frá því að West Ham gæti verið opið fyrir tilboði sem hljóði upp á 100 milljóna punda tilboð sem ef það fengi leikmann með í kaupbæti.

Rice, sem er 24 ára enskur landsliðsmaður, vann í gær Sambandsdeildina með West Ham.

Sjá einnig:
„Við lofuðum honum því að hann megi fara"
Rice um framtíð sína: Njóta kvöldsins og sjá svo hvað gerist
„Rice er á sama stalli og Bobby Moore"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner