Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. desember 2023 16:30
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Íslenskur fótbolti - stefnum hærra
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Guðni Bergsson er greinarhöfundur.
Guðni Bergsson er greinarhöfundur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það sem við getum verið hvað stoltust af, eða „gullið“ í okkar fótboltalegu starfi má segja, er grasrótarstarf félaganna í yngri flokkum um land allt.''
,,Það sem við getum verið hvað stoltust af, eða „gullið“ í okkar fótboltalegu starfi má segja, er grasrótarstarf félaganna í yngri flokkum um land allt.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við eigum ekki þjóðarleikvang sem stenst nútímakröfur og getum ekki lengur spilað suma leiki á heimavelli.  Stjórnvöld hafa því miður brugðist , bæði Reykjavíkurborg,og ríkisvaldið.''
,,Við eigum ekki þjóðarleikvang sem stenst nútímakröfur og getum ekki lengur spilað suma leiki á heimavelli. Stjórnvöld hafa því miður brugðist , bæði Reykjavíkurborg,og ríkisvaldið.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við þurfum ávallt að rýna reksturinn til gagns og finna leiðir hvernig við getum best hagað rekstri hreyfingarinnar og félaganna þannig að hann sé sem stöðugastur og sjálfbærastur.''
,,Við þurfum ávallt að rýna reksturinn til gagns og finna leiðir hvernig við getum best hagað rekstri hreyfingarinnar og félaganna þannig að hann sé sem stöðugastur og sjálfbærastur.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það þarf að taka höndum saman og láta byggingu nýs þjóðarleikvangs nú verða að veruleika. Þetta er hluti af innviðauppbyggingu samfélagsins sem að þarf að fara í á um 50 ára fresti.''
,,Það þarf að taka höndum saman og láta byggingu nýs þjóðarleikvangs nú verða að veruleika. Þetta er hluti af innviðauppbyggingu samfélagsins sem að þarf að fara í á um 50 ára fresti.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Nú eru meiri möguleikar í Evrópukeppnum félagsliða og við erum að takast vel á við þær áskoranir og stefnum á enn betri árangur.''
,,Nú eru meiri möguleikar í Evrópukeppnum félagsliða og við erum að takast vel á við þær áskoranir og stefnum á enn betri árangur.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Bygging nýs þjóðarleikvangs er að mínu viti lykilatriði í framþróun íslenskrar knattspyrnu.''
,,Bygging nýs þjóðarleikvangs er að mínu viti lykilatriði í framþróun íslenskrar knattspyrnu.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir stuttu síðan tilkynnti ég um framboð mitt til formanns KSÍ. Mig langar til þess að leggja mitt af mörkum til þess að þróa áfram íslenskan fótbolta og gera gott starf enn betra.

Á undanförnum árum hafa orðið ýmsar breytingar innan KSÍ með stefnumótun og breytingu á skipuriti , með nýju knattspyrnusviði og markaðssviði með það að markmiði að auka fagmennsku í störfum sambandsins. Einnig var ýtt úr vör ýmsum breytingum á mótahaldi sem nú gæða mótin okkar nýju lífi svo fátt eitt sé talið.
En að hverju þurfum við nú helst að huga og hvar liggja tækifærin til að bæta starf okkar í íslenskum fótbolta?

Grasrótarstarfið

Það sem við getum verið hvað stoltust af, eða „gullið“ í okkar fótboltalegu starfi má segja, er grasrótarstarf félaganna í yngri flokkum um land allt. Við erum með tæplega 50 félög sem að sinna því starfi af krafti og fagmennsku, allt árið um kring. Langflestir þjálfarar okkar eru menntaðir með A eða B UEFA gráður frá námskeiðum KSÍ og erum við með hæsta hlutfallið í þeim efnum í Evrópu. Þessi góða fræðsla og menntun þjálfara er okkur gríðarlega mikilvæg.

Við erum svo með gott skipulag móta sem haldin eru að mestu af KSÍ og félögunum. Stóru krakkamótin okkar eru mikil upplifun fyrir iðkendur og láta engan ósnortinn.

Í þessu sambandi þurfum við líka að passa upp á sjálfboðaliðana okkar og að starfsskilyrði þjálfara og starfsfólks hreyfingarinnar séu sem best hverju sinni.

Afreksstarfið

Það er þetta gróskumikla grasrótarstarf sem við síðan byggjum okkar afreksstarf á. Þar höfum við kannski ekki verið eins markviss og margar þeirra þjóða sem við keppum við enda eru þar stærri félög sem að sinna einungis afreksstarfi og hafa yfir miklu fjármagni að ráða.

Við erum líka að reka grasrótarstarfið samhliða afreksstarfinu sem er undantekning í Evrópu.

Engu að síður höfum við alið upp marga frábæra leikmenn í okkar félagsliðum sem og yngri landsliðum. Margir þessara leikmanna hafa síðan haldið í atvinnumennsku eða hlotið skólastyrki vestanhafs.

Það getur líka verið viðkvæmt í okkar vinsælu hópíþrótt að gera upp á milli leikmanna getulega séð á unga aldri. Við viljum auðvitað að öllum okkar iðkendum líði vel og geti bætt sig í íþrótt sinni.

Hér þurfum við að finna gott jafnvægi í því að sinna öllum okkar leikmönnum vel og heildinni en á sama tíma að þróa áfram afreksstarfið okkar og þá leikmenn sem skara fram úr.

Við þurfum að finna leiðina saman í því með knattspyrnusviði KSÍ í góðu samstarfi með aðildarfélögunum.Við þurfum að halda áfram að þróa og bæta þá faglegu vinnu sem fram fer í starfi okkar og tækifærin eru víða t.d. hvað varðar andlega þáttinn og leikskilning.
Greiningartæki og gagnaöflun eru síðan orðinn mikilvægur þáttur ásamt allri líkams/ástandsþjálfun og auðvitað tækniæfingum.

Það eru líka ákveðin tækifæri sem liggja í því að átta sig fyrr á því hvers konar leikmenn okkur vantar eins og t.d. varnarmenn eða hvaða tækni- og líkamlega þætti megi helst bæta hjá okkar iðkendum. Við erum ávallt í samkeppni við aðrar þjóðir hvað þetta varðar.

Við eigum að sjást fyrir og hugsa fram í tímann með okkar framtíðar leikmenn í þessum efnum, með í huga uppbyggingu félags- og landsliða nú þegar við erum að byggja upp ný landslið og sækja fram í Evrópukeppnum.

Þróum þetta og vinnum meira saman en við höfum áður gert , bæði KSÍ og aðildarfélögin.


Aðstöðumál og þjóðarleikvangur

Það er alveg ljóst að uppbygging aðstöðu undanfarinna ára hefur gert mikið fyrir okkar fótbolta og í leiðinni samfélagið allt. Í aðstöðun hefur mikið verið fjárfest af flestum sveitarfélögum undanfarin ár. og eiga þau hrós skilið fyrir það. Enn er samt verk að vinna og vöntun er á betri aðstöðu hér og þar um landið.

Við eigum að halda áfram að byggja upp aðstöðuna en þetta er hluti af fjárfestingu samfélagins í yngri kynslóðinni og lýðheilsu almennt. Við fáum þessa fjármuni til baka í betra samfélagi.

Síðan er það málefni nýs Þjóðarleikvangs. Það er ljóst að þar er orðið mjög brýnt fyrir stjórnvöld að bregðast við og standa við gefin loforð. Við eigum ekki þjóðarleikvang sem stenst nútímakröfur og getum ekki lengur spilað suma leiki á heimavelli.
Stjórnvöld hafa því miður brugðist , bæði Reykjavíkurborg,og ríkisvaldið.

Báðir þessir aðilar skrifuðu undir yfirlýsingu og fyrirheit vorið 2018, á HM ári, um að bjóða út hönnun og byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir lok árs 2018.Við erum nú fimm árum síðar með ekkert í höndunum og engar tillögur um uppbyggingu nýs þjóðarleikvangs.

Það þarf að taka höndum saman og láta byggingu nýs þjóðarleikvangs nú verða að veruleika. Þetta er hluti af innviðauppbyggingu samfélagsins sem að þarf að fara í á um 50 ára fresti.

Með svokallaðri PPP fjármögnun ( public private partnership) eða samvinnuleið einka- og opinberra aðila við fjármögnun verkefnisins væri auðveldara fyrir opinberra aðila að koma að fjármögnun slíks verkefnis.

Bygging nýs þjóðarleikvangs er að mínu viti lykilatriði í framþróun íslenskrar knattspyrnu.


Rekstur félaganna og KSÍ

Í samtölum mínum við forsvarsmenn félaganna þá verður maður var við að reksturinn er víða þungur. Einnig liggur fyrir að nokkurt tap verði á rekstri KSÍ þetta árið.

Tekjur KSÍ eru nokkuð stöðugar og hafa aukist undanfarin ár með betri samningum og auknum sjónvarpstekjum erlendis frá m.a. en kostnaður hefur líka aukist með fleiri leikjum og tengdum ferðakostnaði ásamt hærri launakostnaði almennt.

KSÍ reynir auðvitað að styðja við aðildarfélögin sín eins og kostur er bæði með góðu starfi og þónustu en líka með ýmsum styrkjum og greiðslu t.d. dómarakostnaðar.

Við þurfum ávallt að rýna reksturinn til gagns og finna leiðir hvernig við getum best hagað rekstri hreyfingarinnar og félaganna þannig að hann sé sem stöðugastur og sjálfbærastur.


Deildakeppnin/Evrópa

Við höfum farið í gegn með umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi og keppni deilda og þær hafa tekist vel tel ég. Það er metnaður í starfinu og nýtt fyrirkomulag í Bestu deildum ásamt umspili og neðri deildar bikar hafa skapað nýjar víddir í fótboltanum. Við viljum meira af þessu!

Nú eru meiri möguleikar í Evrópukeppnum félagsliða og við erum að takast vel á við þær áskoranir og stefnum á enn betri árangur. Það virðist líka vera að við séum að sýna meiri metnað á þeim vettvangi undanfarið sem er vel.


Neðri deildir

Neðri deildarfélögin hafa skort sameiginlegan vettvang til þess að skiptast á skoðunum og hjálpast að við ýmis mál sem að þeim snúa eins og t.d. kaup á búnaði og ferðakostnaði.

Þessu vildi ég breyta og taka þátt í að skapa þann vettvang þannig að neðri deildar félögin geti hjálpast að með KSÍ að gera þeirra starf auðveldara og betra.

Að lokum

Að lokum vil ég segja þetta. Verum stolt af íslenskum fótbolta og pössum upp á að vinna vel saman og vera áfram til fyrirmyndar öðrum þjóðum í uppbyggingu hans.

Ég veit frá fyrstu hendi að ykkar starf og sá árangur sem því hefur fylgt með fjölda iðkenda og árangri á alþjóðlegum vettvangi nýtur virðingar víða um heim og íslenskur fótbolti er mikilvægur okkar samfélagi.

Með jólakveðju!
Guðni Bergsson
Athugasemdir
banner
banner
banner