Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 18. apríl 2023 11:41
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Barcelona, Chelsea og Íslands, segir í viðtali við enska blaðið Mirror að hann sé ánægður með lagabreytingar ensku úrvalsdeildarinnar þar sem veðmálafyrirtækjum er bannað að auglýsa framan á treyjum.

Eiður telur sig hafa tapað um sex milljónum punda í veðmálum fyrir um tuttugu árum, eða rúmum milljarði íslenskra króna. Hann telur að bann við veðmálaauglýsingum hefði átt að vera sett mun fyrr.

„Augu fótboltaáhugafólks, allra barna í heiminum, eru á treyjum stærstu félaganna á hverjum degi. Auglysingin framan á treyjunum senda sterk skilaboð. Auglýsingar hafa mikil áhrif," segir Eiður.

„Þetta hefur áhrif á alla því við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og á fótboltatreyjum. Þetta er hluti af daglegu lífi. Ég tel að þetta bann sendi út stór og jákvæð skilaboð."

Átta af tuttugu félögum úrvalsdeildarinnar eru með auglýsingasamninga við veðmálafyrirtæki sem eru framan á treyjum þeirra. Frá og með 2026 verður bannað að hafa veðmálaauglýsingar framan á treyjum en þær verða þó áfram leyfðar á ermunum og á skiltum á leikvöngunum.

„Fótboltinn verður að fara varlega í því hverju hann kemur á framfæri," segir Eiður sem ánetjaðist veðmálum þegar hann var að jafna sig af meiðslum.

Hér má lesa grein Mirror
Athugasemdir
banner
banner