Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 12. júní 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
AC Milan kaupir sóknarmann á 38 milljónir evra (Staðfest)
Andre Silva kemur til Milan frá Porto.
Andre Silva kemur til Milan frá Porto.
Mynd: Getty Images
Ítalska stórveldið AC Milan heldur áfram að bæta við sig fyrir næsta tímabil. Nú hefur portúgalskur sóknarmaður verið keyptur til liðsins.

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Andre Silva og kemur til AC Milan frá Porto fyrir 38 milljónir evra (33,6 milljónir punda).

Hinn 21 árs gamli Silva gekkst undir læknisskoðun í Mílanó í morgun og skrifaði í kjölfarið undir samning við félagið.

Silva skoraði 21 mark fyrir Porto á nýliðnu tímabili, en verðið á honum gæti hækkað upp í 40 milljónir evra (35 milljónir punda).

Hann er fjórði leikmaðurinn sem félagið fær til sín í sumar, en liðið er stórhuga fyrir næsta tímabil. Kínverskir eigendur tóku við eignarhaldi hjá Milan á dögunum og þeir eru tilbúnir að spreða.

Þetta forna stórveldi, sem endaði í sjötta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu, hefur keypt Ricardo Rodriguez, Mateo Musacchio og Franck Kessie hingað til í sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner