Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 17. apríl 2024 09:38
Elvar Geir Magnússon
Mbappe: Draumur minn að vinna Meistaradeildina fyrir París
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain vann 4-1 útisigur gegn Barcelona í gær og einvígi liðanna samtals 6-4. Það gekk ýmislegt á í þessum leik og PSG nýtti sér liðsmuninn eftir að Ronald Araújo fékk rauða spjaldið.

Kylian Mbappe, sem mun ganga í raðir Real Madrid í sumar, ætlar sér að vinna Meistaradeildina áður en hann kveður PSG. Liðið mun mæta Borussia Dortmund í undanúrslitum.

„Ég á mér þann draum að vinna Meistaradeildina fyrir París," sagði Mbappe við fjölmiðla eftir sigurinn í gær.

„Ég hef verið stoltur leikmaður PSG frá fyrsta dæmi. Það er heiður að vera fulltrúi liðs sem er fulltrúi höfuðborgar þjóðar minnar. Það er sérstakt fyrir mig sem ólst hér upp."

Mbappe skoraði tvö mörk í gær og er samtals kominn með tíu mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann átti rólegt kvöld í fyrri leiknum en stal senunni í gær, eins og svo oft áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner