Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 12:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Theódór heim í Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Skoraði sex mörk í níu leikjum í fyrra.
Skoraði sex mörk í níu leikjum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Grótta tilkynnti rétt í þessu að Pétur Theódór Árnason væri genginn til liðs við félagið frá Breiðabliki.

Úr tilkynningu Gróttu:
Eins og kunnugt er var Pétur keyptur til Breiðabliks frá Gróttu eftir tímabilið 2021 en varð fyrir því óláni að slíta krossband þá um haustið. Pétur lék því aðeins einn leik þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari árið 2022 og spilaði svo með Gróttu á láni síðasta sumar. Liðþófameiðsli urðu til þess að Pétur spilaði ekkert seinni hluta tímabilsins í fyrra en fyrstu æfingarnar með Gróttu hafa gengið vel og það verður spenanndi að sjá hvort að framherjinn knái nái að láta ljós sitt skína í sumar.

Pétur var samningsbundinn Breiðabliki út komandi tímabil en ákvað fyrr í vetur að rifta samningi sínum við félagið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Chris Brazell, þjálfari Gróttu hafði eftirfarandi að segja um heimkomu Péturs:

„Síðasta tímabil var strembið fyrir Pétur - hann var ekki nógu góður í hnénu og væntingarnar sem voru gerðar til hans voru sennilega ósanngjarnar. Nú byrjum við upp á nýtt. Honum líður vel og væntingarnar eru raunhæfari og skýrari. Við búumst ekki við því að Pétur sé sami leikmaður og fyrir 5 árum en trúum því að hann geti hjálpaði liðinu mikið á réttum augnablikum. En fyrst og fremst er Pétur frábær karakter með risastórt Gróttuhjarta og við erum himinlifandi að fá hann aftur á Vivaldivöllinn,” er haft eftir Brazell í tilkynningu Gróttu.

Pétur er 28 ára framherji sem hefur skorað 104 mörk í 197 KSÍ leikjum. Sumarið 2021 var hann markakóngur í Lengjudeildinni þegar hann skoraði 23 mörk í 21 leik fyrir Gróttu. Hann var sömuleiðis markakóngur sumarið 2019 þegar Grótta tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Þá skoraði hann 15 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner