PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
   lau 27. apríl 2024 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Nýliðarnir frestuðu titilfögnuði PSG
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain þarf að bíða í eina viku til að geta unnið frönsku deildina eftir að liðið gerði óvænt 3-3 jafntefli við nýliða Le Havre á heimavelli sínum, Parc des Princes, í kvöld.

Kylian Mbappe byrjaði á bekknum og kom ekki inn fyrr en í hálfleik þegar PSG var 2-1 undir.

Bradley Barcola hafði gert eina mark PSG í fyrri hálfleiknum en Christopher Oberi og Andre Ayew með mörk Le Havre.

Þrjár skiptingar Luis Enrique í hálfleik löguðu ekki stöðuna heldur varð það verra. Le Havre skoraði úr vítaspyrnu á 61. mínútu en þá ákvað Enrique að kynna Goncalo Ramos til leiks.

Portúgalinn lagði upp annað markið fyrir Achraf Hakimi áður en hann jafnaði metin seint í uppbótartíma.

PSG náði ekki að knýja fram sigur og hefur því titilfögnuði liðsins verið frestað. Ef Mónakó tapar stigum gegn Lyon á morgun verður PSG meistari. PSG er núna með 70 stig eftir 31 leik á meðan Mónakó er í öðru sæti með 58 stig eftir 30 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner