Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   sun 14. apríl 2024 23:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Theodór með stuðningsmönnum eftir leik.
Theodór með stuðningsmönnum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndirnar af vítaspyrnuatvikinu má sjá hér að neðan.
Myndirnar af vítaspyrnuatvikinu má sjá hér að neðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Ingi Óskarsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild í dag þegar hann kom inn á í lið Fylkis gegn Val í Bestu deild karla. Theodór ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Ég var mjög stressaður, fullt af stuðningsmönnum í stúkunni, fullt af vinum. Þetta var bara spennandi, alltaf gaman að fá mínúturk, koma inná á móti mögulega verðandi meisturum og þakklátur að fá traustið."

„Skilaboðin voru að sinna fyrst og fremst góðum varnarleik og síðan fékk ég þau skilaboð að ég ætti að skora, en það gekk ekki í þetta skiptið. Góður varnarleikur var númer 1, 2 og 3."


Fylkismenn vildu fá vítaspyrnu í lokin. Hvernig upplifði Theodór atvikið í uppbótartímanum?

„Ég fann fyrir snertingu og ég lét mig detta. Ég held þetta hafi bara verið vítaspyrna. Þetta var snerting, hann tekur í mig. Ég var svekktur að fá ekki flautið, viðurkenni það."

Hvernig er að hafa upplifað þennan fyrsta leik?

„Þetta er rosaleg upplifun. Stuðningsmennirnir voru frábærir í kvöld, mikið hrós til þeirra, liðið var frábært og við spiluðum frábæran varnarleik. Það var frábært að fá taustið."

„Markmiðið í sumar er að koma sér í hópinn, æfa vel í sumar. Markmiðið hjá liðinu er mögulega að ná topp sex, það er háleitt markmið."


Fáránlega góður hópur
Það eru margir uppaldir leikmenn í Fylki. Er ekki góð stemning í hópnum?

„Fáránlega góð stemning og fáránlega góður hópur. Við erum búnir að fá inn mjög marga leikmenn sem hafa komið vel inn í hópinn. Dóri (Halldór Jón), Matti (Matthias Præst) og fullt af öðrum leikmönnum. Ég er bara mjög bjartsýnn," sagði Theodór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner