Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 17. apríl 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Of snemmt til að hugsa um aðra þrennu
Mynd: EPA
Tveir af verðmætustu fótboltamönnum heims mætast í kvöld.
Tveir af verðmætustu fótboltamönnum heims mætast í kvöld.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær, fyrir risaslag liðsins gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Liðin gerðu magnað 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid, en í kvöld fer seinni leikurinn fram á Etihad leikvanginum.

Guardiola var spurður hvort Man City geti unnið aðra þrennu í röð, eftir að hafa unnið sögulega þrennu í fyrra.

„Við erum ennþá langt frá þeim draumi. Þegar við erum komnir í úrslitaleik FA bikarsins, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og eigum tvo eða þrjá leiki eftir í úrvalsdeildinni þá get ég byrjað að hugsa um aðra þrennu. Ekki fyrr," sagði Guardiola.

„Allir þessir ótímabæru spádómar eru ekki minn tebolli. Ég man þegar við gerðum jafntefli við Arsenal og ofurtölvan sagði að við ættum ekki möguleika á því að vinna úrvalsdeildartitilinn. Núna segir hún að við eigum mikla möguleika, ég veit ekki hvort þessi tölva geti spilað sem vinstri eða hægri bakvörður, en við erum bara að hugsa um einn leik í einu.

„Í fyrra byrjaði ég ekki að hugsa um þrennuna fyrr en við unnum Manchester United í úrslitaleik FA bikarsins. Að mínu mati er það frábær árangur að vera ennþá með í baráttunni í öllum þessum keppnum eftir að hafa unnið þær í fyrra."


Guardiola ræddi næst um Real Madrid og sagðist ekki vera hræddur við andstæðinga sína þó að hann beri virðingu fyrir þeim. Að lokum hrósaði hann Jude Bellingham, ungstirni Real Madrid, í hástert og neitaði að kvarta undan miklu leikjaálagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner