Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 28. apríl 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Villas-Boas er nýr forseti Porto
André Villas-Boas
André Villas-Boas
Mynd: Getty Images
André Villas-Boas, fyrrum stjóri Chelsea og Tottenham, er nýr forseti portúgalska félagsins Porto en vann með miklum meirihluta eða um 80 prósent atkvæða.

Villas-Boas náði ágætis frama á þjálfaraferli sínum. Hann stýrði Porto við góðan orðstír tímabilið 2010-2011 þar sem hann vann bæði Evrópudeildina og portúgalska bikarinn.

Chelsea fékk hann sumarið 2011 en það samband entist ekki lengi. Hann var rekinn í mars árið 2012 eftir 1-0 tap gegn WBA, en liðið var þá í baráttu um Meistaradeildarsæti.

Sumarið 2012 var hann ráðinn stjóri Tottenham, sama sumar og Gylfi Þór Sigurðsson var keyptur frá Swansea. Villas-Boas gerði ágætis hluti það tímabilið en var oft gagnrýndur hér á landi fyrir að spila Gylfa úr stöðu. Hann notaði Gylfa ítrekað á vinstri kantinum, sem fór í taugarnar á mörgum.

Hann hætti hjá Tottenham í desember 2013 en eftir það stýrði hann Zenit, Shanghai og Marseille áður en hann hætti árið 2021 og fór að einbeita sér að því að undirbúa framboð til forseta Porto.

Jorge Nuno Pinto Da Costa sat í því embætti í 42 ár en Villas-Boas tókst að skáka honum. Villas-Boas fékk 80 prósent atkvæða og var í gær kjörinn nýr forseti Porto.

Da Costa yfirgefur embættið sem titlahæsti forseti fótboltasögunnar, með 68 titla á bakinu, þar af tvo Evróputitla.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner