Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 17. apríl 2024 09:07
Elvar Geir Magnússon
Staðan á Ödegaard og Saka skoðuð
Saka og Ödegaard.
Saka og Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Staðan á Martin Ödegaard, fyrirliða Arsenal, og sóknarleikmanninum Bukayo Saka verður skoðuð fyrir leikinn gegn Bayern München. Þetta sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal á fréttamannafundi í gær.

Ödegaard var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru eftir af tapleik Arsenal gegn Aston Villa á sunnudag og Saka sást haltra í lok leiksins.

„Við munum skoða þá fyrir leik og sjá hvernig staðan er," sagði Arteta.

Liðin mætast í München í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að fyrri leikurinn í London í síðustu viku endaði með jafntefli 2-2.

Arsenal vonast til þess að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í fimmtán ár. Bayern komst síðast í undanúrslit þegar liðið vann keppnina 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner