Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 27. apríl 2024 08:05
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag hunsaði þrjá fjölmiðla
Mynd: EPA
Erik ten Hag stjóri Manchester United bannaði fulltrúum þriggja fjölmiðla að spyrja spurninga á fréttamannafundinum í gær.

Hollendingurinn setti the Sun, the Mirror og the Manchester Evening News í bann.

Blaðamenn frá þessum miðlum voru á fundinum en fengu ekki færi til að spyrja hann spurninga.

Ten Hag segir að umfjöllun og viðbrögð þessara fjölmiðla eftir undanúrslitaleik United gegn Coventry í enska bikarnum hafi verið „til skammar“. Manchester United náði naumlega að vinna Coventry í vítakeppni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem Ten Hag setur fjölmiðlabann en nokkrum fjölmiðlum var meinaður aðgangur að fjölmiðlaviðburðum félagsins fyrr á þessu tímabili.

United, sem er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fær fallbaráttulið Burnley í heimsókn í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner