Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 19:08
Elvar Geir Magnússon
Wroclaw
Segist ekki viss um að Zinchenko geti spilað - Virkaði frískur á æfingunni
Icelandair
Oleksandr Zinchenko.
Oleksandr Zinchenko.
Mynd: Getty Images
Oleksandr Zinchenko, fyrirliði og ein skærasta stjarna úkraínska landsliðsins, er sagður tæpur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. Þessi leikmaður Arsenal er algjör lykilmaður.

„Ég veit ekki hversu tilbúinn Olaksandr er til að spila tvo leiki með svona stuttu millibili. Við höfum ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann muni spila," segir Serhiy Rebrov landsliðsþjálfari Úkraínu.

„Olaksandr á skilið að spila. Því miður hefur hann misst mikið út hjá Arsenal. Ég veit ekki hvort hann sé klár í tvo leiki."

Undirritaður fylgdist með hluta æfingar úkraínska liðsins í dag ásamt Helga Fannar Sigurðssyni stuðningsmanni Arsenal og erum við sammála um að Zinchenko hafi verið gríðarlega ferskur þær fimmtán mínútur sem fjölmiðlar fengu að horfa á.

Klukkan 19:45 á morgun mætast Úkraína og Ísland í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu en leikið er í borginni Wroclaw í Póllandi.
Athugasemdir
banner