Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 10:52
Elvar Geir Magnússon
Wroclaw
Wroclaw í sparifötunum þegar hún tekur á móti Íslendingum
Icelandair
Hér í kring verða íslenskir stuðningsmenn að syngja og tralla síðar í dag.
Hér í kring verða íslenskir stuðningsmenn að syngja og tralla síðar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það er vor í lofti í þriðju stærstu borg Póllands og fiðringur í maganum, verður að viðurkennast. Úkraína og Ísland mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

Það verður um 14 gráðu hiti þegar vélin með íslensku stuðningsmönnunum lendir hér í borginni rétt fyrir klukkan 13 að staðartíma. Þá mun hópurinn halda rakleiðis í gamla bæinn þar sem allt er morandi í börum og veitingastöðum.

Fótbolti.net tók morgungöngu í borginni sem skartar sínu fegursta á leikdegi.

Í gær varð uppselt í flugvél Icelandair sem er núna í loftinu og flytur stuðningsmenn Íslands í leikinn. Upphaflega var uppselt í 160 sæta vél og því var brugðið á það ráð að nýta flugvélina í íslensku fánalitunum sem tekur 225 í sæti og aukasætin seldust strax upp. Á mynd sem fylgir fréttinni má sjá vélina klára á flugbrautinni í morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner