Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. mars 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Faðir Luis Díaz um áhuga spænskra liða: Höfum aldrei tapað trúnni
Mynd: Getty Images
Mane, faðir Liverpool-mannsins Luis Díaz, segir að hann og sonurinn hafi aldrei tapað trúnni um að hann fá einn daginn tækifærið til að spila á Spáni.

Díaz kom til Liverpool frá Porto fyrir tveimur árum en á þeim tíma höfðu spænsku félögin ekki áhuga á að fá hann.

Kólumbíumaðurinn hefur spilað vel með Liverpool síðan hann kom frá Porto og hefur undanfarið verið orðaður við Paris Saint-Germain og Barcelona meðal annars.

Faðir leikmannsins gefur það sterklega til kynna að það sé draumur Díaz að spila á Spáni.

„Það var aldrei neitt alvarlegt með Real Madrid og Atlético. Liverpool var mun ákveðnara og staðráðið í að fá Luis. Við höfum ekki tapað trúnni enn. Luis er að spila vel og spænsk félög eru alltaf mjög virk á markaðnum,“ sagði hann við Cadena SER.
Athugasemdir
banner