Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 27. apríl 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davies fer ekki strax til Real Madrid - Ítölsk félög á eftir Matip
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. BBC tók saman af öllum helsu miðlum heims.


Manchester United er tilbúið að leyfa Raphael Varane, 31, að yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar. (Mirror)

Barcelona vill styrkja liðið sitt í sumar en Luis Diaz, 27, leikmaður Liverpool er á óskalista félagsins. Enska liðið er að missa þolinmæðina vegna frammistöðu hans. (Mundo Deportivo)

Joel Matip, 32, er annar leikmaður sem gæti yfirgefið Liverpool en Roma og Lazio hafa áhuga. (Corriere)

Nokkrir leikmenn munu yfirgefa Man Utd svo liðið geti staðist fjármála reglur. Framtíð Marcus Rashford, 26, er m.a. í óvissu. (Express)

Milan hefur áhuga á Diego Carlos, 31, varnarmanni Aston Villa en hann hefur staðið sig vel eftir að hafa jafnað sig á hásinaslitum (Sport)

Tosin Adarabioyo, 26, varnarmaður Fulham, hefur tjáð félaginu að hann ætli sér að yfirgefa herbúðir Fulham í sumar. Liverpool, Tottenham og Newcastle hafa sýnt honum áhuga. (Express)

Kaoru Mitoma, 26, leikmaður Brighton er eftirsóttur af liðum á borð við Arsenal, Man City og Man Utd. (Fichajes)

PSG hefur orðið fyrir bakslagi í eltingaleik sínum við Lamine Yamal, undrabarn Barcelona, þar sem umboðsmaðurinn hans segir að hann sé ekki til sölu. (AS)

Christian Eriksen, 32, mun yfirgefa Man Utd á frjálsri sölu í sumar en félög í Tyrkklandi sýna honum áhuga. (ESPN)

Alexander Isak fær 20% launalækkun ef hann verður áfram hjá Newcastle á næstu leiktíð. (GiveMeSport)

Arsenal og Tottenham vilja bæði næla í Daniel Rigge, 18, miðjumann West Ham. (ESPN)

Bayern hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Ralf Rangnick fyrrum bráðabirgðastjóra Man Utd. (Goal)

Antonio Conte hefur gert samkomulag til þriggja ára við Napoli. (Rai)

Real Madrid ætlar ekki að eltast við Alphonso Daives, 23,  varnarmann Bayern í sumar en vill næla í hann á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út árið 2025. (Relevo)

Viðræður eru hafnar milli Gabriel, 26, og Arsenal um nýjan samning. (Mirror)

Pau Cubarsi, 17, varnarmaður Barcelona hefur fengið spennandi samningstilboð til fimm ára sem hann mun líklega skrifa undir þegar hann verður 18 ára gamall í janúar þrátt fyrir áhuga frá Man City. (AS)

Bologna vonast til að ná að framlengja samning sinn við Thiago Motta stjóra liðsins þrátt fyrir áhuga frá Juventus og Man Utd. (Gazzetta dello Sport)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner