Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. mars 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Hildur Lilja skiptir alfarið yfir í HK (Staðfest)
Mynd: HK
Hildur Lilja Ágústsdóttir hefur samið um að leika áfram með HK í Lengjudeildinni en hún kemur til félagsins frá nágrönnum þeirra í Breiðabliki.

Hildur er tvítug og uppalin hjá Blikum en hún spilaði þó aldrei mótsleik með liðinu.

Frá 2018 til 2021 spilaði hún með Augnabliki á láni frá Blikum en árið eftir gerði hún lánssamning við KR, þar sem hún lék 9 leiki og skoraði 1 mark í Bestu deildinni.

Síðasta sumar var hún á láni hjá HK. Þar spilaði hún 15 leiki í Lengjudeildinni og gerði 1 mark.

Hildur hefur nú skipt alfarið yfir í HK, sem ætlar að gera atlögu að því að komast upp. Liðið var afar nálægt því á síðasta ári en liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner