Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlar að ræða við Ben White - „Vonandi snýst honum hugur"
Ben White.
Ben White.
Mynd: Getty Images
Declan Rice, miðjumaður Arsenal, segist ætla að ræða við varnarmanninn Ben White um enska landsliðið þegar hann snýr aftur úr landsliðsverkefninu sem er núna í gangi.

Rice verður með fyrirliðabandið í kvöld þegar England mætir Belgíu og mun hann spila sinn 50. landsleik.

Á sama tíma er White ekki í hópnum eftir að hafa sagt landsliðsþjálfaranum að hann vildi ekki vera með.

White hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan á HM í Katar en þá var hann sendur heim en enskir fjölmiðlar sögðu hann hafa rifist við aðstoðarþjálfara liðsins, Steve Holland. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, kannaði hug White fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni en fékk þau svör að hann vildi ekki vera í hópnum

„Þegar ég fer aftur til Arsenal þá mun ég ræða við Ben White og vonandi snýst honum hugur," sagði Rice fyrir leikinn gegn Belgíu.

„Hann væri frábær fyrir hópinn en þetta er hans líf. Ég veit að Ben og Gareth töluðu saman um þetta. Ég vona að honum snúist hugur. Hann er frábær náungi og ótrúlegur fótboltamaður."
Athugasemdir
banner
banner