Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Cristofer Rolin í Þrótt R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristofer Rolin er genginn til liðs við Þrótt R. frá Ægi og er þegar kominn með leikheimild.

Rolin er þrítugur sóknarmaður sem kom fyrst til landsins árið 2019 þar sem hann lék með Skallagrími í 3. deildinni.

Hann lék 21 leik og skoraði 7 mörk það sumarið áður en hann fór til Sindra, þar sem hann gerði átta mörk.

Síðustu þrjú tímabil hefur hann spilað með Ægi en hann fór með liðinu úr 3. deild og upp í Lengjudeildina.

Á síðasta tímabili spilaði hann 16 leiki og skoraði 1 mark en nú er hann genginn í raðir Þróttar. Rolin fékk leikheimild í dag.

Þróttur R. mætir Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar en leikurinn fer fram þann 3. maí næstkomandi og er spilaður í Laugardalnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner