Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid telur sig í góðum málum varðandi einn þann efnilegasta
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er með augastað á Leny Yoro, miðverði Lille í Frakklandi, og segir AS á Spáni frá því að félagið sé með skýrt plan varðandi leikmanninn um að kaupa hann annað hvort á góðu verði í sumar eða þá fá hann frítt sumarið 2025. Real telur sig vera í góðum málum varðandi einn efnilegasta leikmann Evrópu.

Yoro er aðeins 18 ára gamall en hann hefur átt frábært tímabil með Lille þrátt fyrir ungan aldur.

Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Paris Saint-Germain, en núna virðist Real Madrid leiða kapphlaupið.

Yoro er fyrsti kostur Real Madrid en félagið ætlar sér að nýta það að hann eigi lítið eftir af samningi sínum sem rennur út sumarið 2025. Það er talið að Lille vilji fá 60 milljónir evra fyrir hann en Real ætlar að reyna að fá hann á betra verði.

Það hjálpar Real Madrid að það eru nokkrir Frakkar í hópnum nú þegar og Kylian Mbappe er sagður á leiðinni. Yoro er sagður mjög spenntur fyrir að spila fyrir spænska stórveldið og með löndum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner