Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sarri hafnaði Nottingham Forest
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Maurizio Sarri hafnaði tilboði Nottingham Forest aðeins nokkrum dögum eftir að hann sagði starfi sínu hjá Lazio lausu.

Sarri hætti með Lazio í byrjun mars eftir að liðið hafði tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum.

Lazio samþykkti uppsögnina, þó með trega, en það var tilkynnt nokkrum dögum síðar.

Ítalski blaðamaðurinn Alfredo Pedúlla greinir frá því að enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest hafi boðið Sarri að taka við liðinu.

Félagið bauð honum þriggja ára samning en ítalski þjálfarinn hafnaði því.

Nuno Espirito Santo tók við Forest í lok desember á síðasta ári en Forest hefur greinilega áhuga á að slíta samstarfinu við hann. Liðið er í fallsæti með 21 stig.

Á dögunum voru fjögur stig dregin af Forest fyrir að brjóta fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar en félagið hefur áfrýjað refsingunni. Málið verður tekið fyrir á næstu þremur vikum.
Athugasemdir
banner
banner