Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. mars 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Orri á meðal verðmætustu leikmanna Superliga
Orri Steinn er með vermætustu mönnum dönsku úrvalsdeildarinnar
Orri Steinn er með vermætustu mönnum dönsku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er á lista yfir verðmætustu leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar, Superliga. Listinn var birtur á vef Tipsbladet.

Orri Steinn er 19 ára gamall sóknarmaður og talinn með þeim efnilegustu á Norðurlöndunum.

Undanfarna mánuði hefur hann brotið sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins og er hann þá kominn aftur í náðina hjá Jacob Neestrup, þjálfara FCK, eftir að hafa verið utan hóps í fyrstu fjórum leikjum seinni hlutans.

Tipsbladet tók saman lista yfir verðmætustu leikmenn dönsku deildarinnar og komst Orri á þann lista. Hann er í níunda sæti en hann verðmetinn á 9,4 milljónir evra.

Liðsfélagi hans, Elias Jelert, er verðmætastur en hann er metinn á 14,6 milljónir evra.

Sænska undrabarnið Roony Bardghi er í 3. sæti á listanum en hann er metinn á 12 milljónir evra. FCK á samtals fimm leikmenn á tíu manna lista, en hinir tveir eru þeir Kamil Grabara og Elias Achouri.

Þrír leikmenn koma þá frá Nordsjælland og tveir frá Midtjylland, sem Sverrir Ingi Ingason spilar fyrir. Verðmætasti leikmaður Midtjylland er Cho Gue-sung, sem er í öðru sæti á listanum, en hann er metinn á 12,5 milljónir evra. Varnarmaðurinn Adam Nagalo er verðmætasti leikmaður Nordsjælland og er metinn á 11,1 milljón evra.
Athugasemdir
banner
banner